Pantheon hvolfið í Róm er fyrirmynd guðshúsa um allan heim kristinna og múslima. Stendur enn eins og tveir frægustu eftirfarar þess, Klettamoskan í Jerúsalem og Ægisif í Miklagarði. Pantheon er rómverskt afrek í burðarþoli. Ægisif enn frekar, risahvolfið virðist svífa í lausu lofti. Klettamoskan og Ægisif urðu fyrirmyndir guðshúsa meðal Rússa, Tyrkja, Persa, Araba, Egypta og Mára. Sums staðar lögðu menn til viðbætur. Persar komu með ívana, það eru innhvolf port, svo og alskreytingar með postulínsflísum. Að mestu er hefðin þó ein og hin sama. Margt er líkt með kristni og íslam, þetta er allt Róm.