Forsætis telur ekki aðeins, að trúin flytji fjöll. Hann útlistar í viðtali við Fréttablaðið: “Trú á olíufund mundi strax bæta lánstraust Íslendinga,” segir fyrirsögnin. Ennfremur segir SDG: “Bara það, að menn hafi trúna og setji vinnuna af stað, getur leitt til jákvæðrar keðjuverkunar.” Þjóðin þarf semsagt að fara í hópefli og magna trúna á olíuborun. Trúin finnur fjöll og finnur olíu. Þá getur hún núna farið að eyða peningum, er sagðir eru sjást í skógi eftir áratug. Þannig hyggst hann finna langþráð lánsfé. Snillingar eiga ekki að ganga svona lausir. Vonandi passar fjármálaráðherra upp á hann.