Fattlaus launaharkari

Punktar

Harðvítugasti launaharkari landsins kærði laun sín alla leið upp í Hæstarétt og kemst ekki lengra. Már Guðmundsson stefndi sínum eigin Seðlabanka. Telur sig svo geta heimtað, að stéttarfélögin sættist á 2,5% kauphækkun. Hann er ekki með öllum mjalla, ekki frekar en aðrir þeir, sem pólitíkusar hafa falið embættisrekstur. Már er vanhæfur til að fjalla um kjaramál, svo mjög sem hann hefur barizt fyrir sínum eigin. Fattlaus á atburðarás. Hefði heldur átt að garga, þegar bankamenn fóru aftur að gefa sér stóra bónusa. En lét það kyrrt liggja. Ætti því að segja fátt um kveinstafi talsmanna stéttarfélaga.