Ferðaþjónusta er málið

Punktar

Íslendingar þurfa að átta sig á, að ferðaþjónusta er orðinn mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar. Og sá atvinnuvegur, sem hefur bezta möguleika í náinni framtíð. Sjávarútvegur og ál eru á undanhaldi. Stjórnvöld þurfa líka að átta sig á, að ferðaþjónusta kostar innviði eins og aðrar greinar. Til dæmis þurfa að vera til klósett og afmarkaðar göngubrautir við skoðunarverða staði. Til þess þarf að setja venjulegan virðisaukaskatt á greinina til að standa undir kostnaði hins opinbera. Einnig þarf að stórauka eftirlit með svartri starfsemi og skattskilum, svo og tilraunum bófa til að hafa fé af túristum.