Fimmta herdeildin

Punktar

Núverandi ríkisstjórn hefur traustan meirihluta og er þannig séð starfhæf. Fyrri ríkisstjórn hafði óvissan meirihluta og varð fljótt óstarfhæf. Sumir þingmenn vinstri grænna sneru baki við henni og sumir ráðherrar voru jafnvel í stjórnarandstöðu. Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason voru fimmta herdeild stjórnarandstöðunnar. Grófu undan formanni sínum og ríkisstjórninni. Úr því varð pattstaða, sem einkenndist af ólátum og málþófi á þingi. Ríkisstjórnin kom engu fram öðru en fjárlögum. Þessu höfnuðu kjósendur og völdu sér gömlu bófana. Sem nú stela þjóðarauðlindinni og afhenda kvótagreifum. Í þínu boði.