Orkuverð til stóriðju er fjórfalt hærra í Bretlandi en hér. Fjórfalt. Ísland býður langlægsta verð Evrópu til stóriðju. Enda snýst áhugi valdhafanna um skammtíma-atvinnu verktaka, en ekki um langtímahagsmuni þjóðarinnar. Þessa fábjánastefnu ítrekaði Ragnheiður Elín Árnadóttir á fundi Landsvirkjunar í gær. Þar kvartaði hún yfir tregðu fyrirtækisins við að samþykkja gjafverð á orku til stóriðju. Við höfum þegar gert of mikið af að taka á þjóðina háar skuldbindingar vegna gjafsölu á orku til stóriðju. Þjóðin verður að stöðva þessa einæðinga Sjálfstæðisflokksins. Ragnheiður Elín er verst þeirra.