Lítið verðmæti í kröfum

Punktar

Ummæli bandarískra forstjóra vogunarsjóða benda til, að ríkisstjórnin verði að beita þá fullri hörku. Ríkið þarf að ná til baka herkostnaði sínum við að byggja nýja banka á rústum hinna gömlu. Það er neyðarréttur ríkis. Sjóðirnir hafa minna í húfi, því að þeir keyptu þessar kröfur á broti nafnvirðis. Verðmæti krafanna felst í því kaupverði, ekki í nafnvirði. Þeir eiga engan rétt á að fá kaupverðið margfalt til baka. Hótanir um, að engir vilji lána Íslandi, spilla ekki stöðunni, því að hvort sem er vill enginn lána. Erum á botni trausts og sá botn dýpkar ekki við að fast sé tekið á vogunarsjóðunum.