Johannessen njósnar

Punktar

Wikileaks hefur komizt yfir gögn, sem sýna, að Ríkislögreglustjóri starfar fyrir bandaríska sendiráðið. Greiningardeild embættisins safnar upplýsingum fyrir Global Research Planning Office. GRPO er ein margra njósnastofnana Bandaríkjanna og aflar upplýsinga gegnum bandarísk sendiráð. Nafnið sést á 220 skjölum Wikileaks. Sendiráðið kannast samt ekki við neitt. Spurning er, hver heimilaði Haraldi Johannessen að stunda þessar njósnir fyrir erlendan aðila. Eða hvort hann hefur tekið þær upp hjá sjálfum sér. Einnig þarf að kanna, hvort hann þiggi laun hjá Bandaríkjunum. Frá þessu segir DV í dag.