Ríkið þarf ekki að lækka gjöld eins og Reykjavík, því það lækkar skattana, segir Bjarni Benediktsson. Hann fer þar með rangt mál. Samkvæmt fjárlögum lækkar ríkið ekki skatta á venjulegu fólki. Það lækkar bara skatta þeirra, sem betur mega sín. Það hækkar ráðstöfunartekjur fólks með 800.000 króna mánaðartekjur, en hækkar þær ekki hjá 250.000 króna fólki. Þetta samræmist stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún snýst um að gera ekkert fyrir aumingja, en allt fyrir auðmenn. Gróft er að halda allt öðru fram í sjónvarpi. Líklega telur Bjarni fátæklinga réttilega vera auðtrúa.