Á tímum Davíðs fékk borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokks 12.000-14.000 atkvæði í fyrsta sæti prófkjörs. Í gær fékk Halldór Halldórsson bara 1.800 atkvæði í fyrsta sætið. Aðeins sjö ár eru síðan 12.453 greiddu atkvæði í prófkjöri, en í gær voru þeir bara 5.075. Fylgið hefur rýrnað um helming og fylgi foringja enn meira. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í gær er eitt mesta flopp í sögu íslenzkra stjórnmála og verður vonandi varanlegt. Það gengur ekki, að hörð klíka sérhagsmuna auðmanna klófesti völdin á herðum villuráfandi fátæklinga. Kominn er tími til, að kjósendur skilji innsta eðli Sjálfstæðisflokksins.