Vill hossa þjóðkirkjunni

Punktar

Þjóðkirkjan er hætt að vera þjóðkirkja. Er orðin hefðbundinn siðarammi utan um fermingar og jarðarfarir. Eins og japanskt sjintó. Kirkjusókn er lítil og straumurinn liggur frá kirkjunni. Trúfrelsi er sagt vera í stjórnarskrá, en samt eru börn sjálfkrafa skráð í kirkjuna. Gott dæmi um, hversu lítið er að marka stjórnarskrána. Hanna Birna Kristjánsdóttir kvartar yfir, að skólar haldi þjóðkirkjunni í hæfilegri fjarlægð. Ráðherrann fiskar þar í gruggugu vatni að hætti hræsnara. Fremur ættu skólarnir að tryggja jafnan aðgang trúfélaga og lífsskoðunarfélaga. En ekki að hossa bara einni gamalli skoðun.