Grínast að fræðingi

Punktar

Ríkisútvarpið gerir grín að fyrrverandi formanni Hvatar og varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins. Kallar Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðing og spyr hana spjörunum úr. Hún fjallaði þar um prófkjörs-flopp Sjálfstæðisflokksins. Þar kom fram, að hún taldi floppið vera sigur fyrir Flokkinn, sigur fyrir konur og sigur fyrir alla frambjóðendur! Ég hélt um magann, þegar ég hló. Er ekki hægt að fá þennan „fræðing“ til að úttala sig oftar um pólitíkina? Til dæmis í áramótaskaupi. Hvað sem segja má um prófkjörið, stendur þar upp úr ósigur flokksins, ósigur kvenna og ósigur meira að segja allra frambjóðenda.