Engar kanínur í hattinum

Punktar

Ég er farinn að efast um, að SDG sé í lagi. Því meira sem flestir efast um peningafræði hans, þeim mun meira magnast hann í taumlausri trú. Skammar Seðlabankann fyrir að vera í pólitík. Bankinn var þó bara að svara spurningu þingnefndar. Áður sagði hann vonda vogunarsjóði og hrægamma mundu borga „forsendubrest“ skuldara. En nú á Seðlabankinn að borga, eins og bankinn eigi eitthvað annað en skuldir. Auðvitað lendir rugl SDG á skattgreiðendum, eins og alltaf hefur verið vitað. Því lengri tími sem líður, því vanstilltar reynir SDG að draga kanínur upp úr hattinum. Líkist æ meira föður sínum.