Röksemdir fyrir aðkomu skattgreiðenda að „forsendubresti“ eru lélegar. Þótt bankar og lífeyrissjóðir afskrifi stórfé hjá gjaldþrota fyrirtækjum, þýðir það ekki, að ríkið skuli afskrifa hjá skuldurum. Þótt ríkið tapi stórfé á gjaldþroti banka og Seðlabanka, þýðir það ekki, að það skuli afskrifa hjá skuldurum. Þótt margir vildu, að ríkið tæki á sig IceSave, þýðir það ekki, að það skuli afskrifa hjá skuldurum. Þótt lífeyrisréttur rýrni og verðbólga auki skuldir, þýðir það ekki, að ríkið eigi að afskrifa hjá skuldurum. Þótt ríkið rýri erlent lánsfé, þýðir það ekki, að afskrifa skuli hjá skuldurum.