Skörp verkaskipting er milli forsætis og fjármála. SDG veður á súðum og fer sífellt hærra í órunum. BB reynir að lægja öldurnar og halda tengslum við veruleikann. Segir ekki hægt að bæta upp forsendubrest með seðlaprentun og lenda svo með ríkið í alþjóðlegum ruslflokki. Segir ekki gefið, að afskrift erlendra inneigna verði 75%. Þar á ofan segir hann, að fremur beri að létta skuldir ríkisins. Annar ráðherrann talar út og hinn talar suður. Það hefur gengið bærilega í hálft ár og gengur kannski endalaust. Einhvern tíma kemur þó að þeirri ögurstund, að velja þarf milli óra skýjaglóps og raunveruleika.