Tjá sig um tékkann

Punktar

Löng umræða hefur verið um dularfulla Tékkann í pósti, síðan Framsókn lofaði honum í vor. Þá ætlaði Sigmundur Davíð að útvega peninga úr afskriftum eigna erlendra kröfuhafa í gömlu bönkunum. Talaði hetjulega um haglara og að lemja bófa með kylfu. Síðan komu kosningar og ný stjórn, svo málið varð flóknara. Í haust hefur Sigmundur Davíð talað um bókhaldsbrellur í Seðlabankanum, sem fela í sér seðlaprentun og ríkissjóð í ruslflokk. Fólk er auðvitað ekki kátt yfir neinu af þessu og það sést af umræðunni. En tékkinn er enn dularfullur. Sigmundur Davíð talar nú um að kanínan komi úr hattinum síðast í nóvember.