Ríkið er staurblankt

Punktar

Ríkinu ber ekki að leysa allan vanda fólks. Ríkinu ber ekki að greiða bætur fyrir ítrekaða atburði. Tryggingafélög gera slíkt fyrir þá, sem tryggja sig, ekki fyrir aðra. Ríkinu ber ekki að hlaupa í skarð lánastofnana, sem neita að gefa eftir útistandandi skuldir. Séu kröfur lánastofnana ólöglegar, á að kæra málið og fá úrskurð, svo sem gert hefur verið. Þótt lífeyrissjóðir og bankar hafi afskrifað ýmislegt rugl bankastjóra, ber ríkinu ekki að afskrifa „skuldir heimilanna“ til samræmis. Í samfélaginu er í gangi meinloka um, að ríkið sé Stóri bróðir, sem skuli leysa allan vanda. Ríkið er staurblankt.