Forsetagírinn frá 2007

Punktar

Örn Helgason prófessor bendir á, að virkjaðar séu tólf teravattstundir hér á landi og hugsanlega verði hægt að virkja tólf til viðbótar. Svipað rafmagn og Glasgow ein notar. Því er útilokað að ímynda sér, að orka um streng frá Íslandi sé merkur þáttur í orkuplönum Evrópu. Samt er forseti Íslands enn í gírnum frá 2007 og belgir sig út á orkuráðstefnu í London. Reynir að telja mönnum trú um, að þeir verði að koma sér vel við Íslendinga, ef Evrópa eigi að fá orku í framtíðinni. Sú orka mun koma frá kjarnorkuverum og ekki héðan. Útrásarbelgingur Ólafs Ragnars Grímssonar er enn landi og þjóð til skammar.