Kona er sem betur fer að taka við seðlabankastjórn í Bandaríkjunum. Senatið hefur samþykkt skipun Janet Yellen sem bankastjóra Federal Reserve. Ánægja mín stafar ekki af, að ég telji hana hafa sérstakt fram að færa í fjármálum heimsins. Miklu frekar bara það, að hún er kona. Er orðinn löngu leiður á körlunum, sem fara með allt til fjandans. Á Íslandi sem annars staðar. Hrun eru fyrst og fremst verk karla. Macho karlar eru gersamlega óþolandi, vaða uppi í glórulausri vissu um eigið ágæti. Má ég þá heldur biðja um hagsýnar húsmæður. Vita sig ekki vera að spila í spilavíti auðhyggju Alan Greenspan.