Íbúðalánasjóður er illa staddur, nánast ekki rekstrarhæfur. Enginn vill lána sjóðnum fé. Reiknað er með, að hann verði enn einu sinni að leita á náðir ríkissjóðs. Hefur sá sjóður þó ekki burði til að hjálpa neinum um neitt. Þar á ofan dreymir Sigmund Davíð um, að Seðlabankinn láni Íbúðalánasjóði til að afskrifa lán. Seðlabankinn verður þá látinn prenta fé. Íbúðalánasjóður getur ekki endurgreitt neitt, en ríkið ábyrgist. Löngu síðar borgar ríkið bankanum lánið. Vandanum verður skotið inn í framtíðina. Fyrst prentaðir peningar og svo verður seinna fundið, hvernig ruglið verði bókfært. Viðbjóður hjá SDG.