Sigmundur Davíð er ævinlega sambandslaus við veruleikann, þegar hugur hans fer á flug. Nú er fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar ekki honum að kenna. Frumvarpið með niðurskurði Landspítalans og heilsustofnana úti á landi er fyrri ríkisstjórn að kenna. Samt réðist Sigmundur Davíð á tekjur fyrra uppkasts, lækkaði auðlindarentu og afnam auðlegðarskatt, neitaði okkur um auðlindarentu af makríl. Afleiðingar þess má sjá í núverandi frumvarpi til fjárlaga, í hruni Landspítalans og minni stuðningi við skapandi greinar. En allt fyrir álbræðslur og kvótagreifa. Frávita pólitíkus ruglar þindarlaust.