Mér finnast rafbækur Amazon dýrar, en kaupi þær samt. Viðskiptamátinn hentar mér, þótt ég hafi sumt við hann að athuga. Bókin kemur í hvelli og lestur á skjá er gamlingjanum auðveldari en á pappír. Get léttilega flutt bækur milli MacBook og iPhone. Tek eftir, að ég er hættur að kaupa íslenzkar bækur. Þær eru fáar til sem rafbækur og umgengnin er tæknilega erfiðari. Líklega er það vegna paranoju íslenzkra útgefenda, sem óttast, að ég býtti bókum. Þeir sem óttast, að tæknin hirði af sér tekjurnar, ættu að skoða betur, hvernig mynztur Amazon virkar. Annars týnast þeir bara eins og rétthafar tónlistar.