Óraðaðir framboðslistar

Punktar

Prófkjör hafa kosti og galla. Ekki eins erfið konum og ungu fólki og sagt hefur verið. En samt kúra þar ýmsir gallar. Konur komast lítt í efsta sæti. Miklu fé er eytt í prófkjör, sem ýtir undir færslu lýðræðis í auðræði. Þeir, sem þjóna auðnum, hafa betri séns. Í opnum og hálfopnum prófkjörum hefur fólk úr öðrum flokkum áhrif á listana. Bezt er að hafa prófkjörin inni í kosningunum sjáfum. Listar eru þá ekki for-raðaðir, heldur raða kjósendur frambjóðendum eftir sínu höfði. Ódýrara, hindrar skemmdarverk og dregur úr innanflokksátökum. Stjórnarskráin ætti að gera ráð fyrir óröðuðum listum.