Píratar og Björt framtíð eru betri en fjórflokkurinn. Ég er ekki sammála þessum nýju flokkum í öllu. Tel lítið haldreipi í Bjartri framtíð, þegar kemur að stríði við kvótabófa og aðra auðbófa. Tel pírata fara yfir markið í andstöðu við höfundarétt. Hann er réttmætur upp að vissu marki, en hefur því miður magnazt úr hófi fram. Ekki ber að afskaffa höfundarétt, en stytta hann verulega. Fyrst og fremst bjóða þessir flokkar annars konar fólk heldur en fjórflokkurinn. Þarna eru ekki bófar og bjánar, sem dómínera í forustu og þingliði Flokksins og Framsóknar. Framtíðin er hjá birtingum og pírötum.