Eftir hrunið klóraði forstjóri fjármálaeftirlitsins sér í kollinum. Jónas Fr. Jónsson sagði bankana hafa staðizt álagspróf. Ég missi því úr slag, er forsætis fullyrðir, að órar hans í skuldavandanum hafi „staðizt álagspróf“. Slæm er reynsla okkar af þessu slagorði, sem fundið var upp í blöðruhagkerfi Hannesar Hólmsteins. Finn líka ólykt af þeirri forspá Sigmundar Davíðs, að stjórnarandstaðan muni ljúga í næstu viku. Svoleiðis rugl getur runnið ljúft í aldraða miðstjórn Framsóknarflokksins. Aðrir sjá í þessu framhaldið af þekktri paranoju forsætisráðherra, sem ítrekað kvartar yfir að sæta einelti.