Segja má, að Framsókn efni 27% af kosningaloforðinu. Skuldurum verða alls greiddir 80 milljarðar í stað 300. Ekki er hægt að telja með 70 milljarðana, sem koma úr séreignasparnaði. Þar borga tekjuháir skuldarar sjálfum sér, en tekjulágir skuldarar eiga ekki séreignasparnað. Skattafsláttur vegna þessa nýtist tekjuháum, en ekki tekjulágum. 80 milljarðarnir koma úr ríkissjóði, en ekki frá hrægömmum, sem SDG sagðist mundu berja með kylfu. Eru horfnir úr þessari sögu. Pólitísk hlið málsins er, hvort almennir íbúðaskuldarar telja 27% vera undir væntingum sínum. Og þá, hvað verður um fylgistap Framsóknar.