Spurning er, hvort 80 milljarða aðkoma ríkisins að dæmi íbúðaskuldara lækkar lánshæfismat Íslands. Óneitanlega er þetta byrði samfélagsins. Sama gildir um missi 20 milljarða skatttekna. Lækki matið, verða ríki og fyrirtæki að borga hærra álag á vexti af fjárskuldbindingum. Dregur úr getu þjóðfélagsins til að efla atvinnulíf. Kemur upp á móti væntingum, sem sumir hafa til meiri kaupgetu skuldara. Spurning er, hvort ríkið geti kreist 80 milljarðana út úr þrotabúum gömlu bankanna. Og spurning er, hvernig matsfyrirtækin mundu meta það, til hækkunar eða lækkunar. Efnahagsleg áhrif aðgerðanna eru því óviss.