Afkomendurnir borga

Punktar

Að svo miklu leyti sem ríkið missir 80+20 milljarðana, sem það ábyrgist og missir í skatti, er byrðin lögð á afkomendurna. Þeir taka við stórskuldugum ríkissjóði, sem verður enn skuldugri en áður. Skattgreiðendur framtíðarinnar þurfa að bera vexti og afborganir af skuldum ríkisins. 80+20 milljarðar eru á þessu stigi bara flutningur á vanda frá foreldrum til afkomenda þeirra. Nákvæmlega það, sem stjórnmálaflokkar kunna svo vel. Afkomendur okkar eru ekki kjósendur líðandi stundar og skipta því lýðskrumsflokka engu máli. Gott er að nudda sér utan í kjósendur og senda reikninginn bara fram í tímann.