Björt hlið á upprisu

Punktar

Horfum aðeins á björtu hliðina. Hefði getað orðið miklu verra. Í vor lofaði Framsókn sem svarar 300 milljörðum, er lækka nú í 80 milljarða. 70 milljarða borga séreignasparendur sjálfum sér. 80 milljarðana plús 20 í skattaafslátt borgar ríkið. Vill skattleggja þrotabú bankanna í staðinn. Kosningaloforðið var langt útaf kortinu, en viðráðanlegri eru 20 milljarðar á ári í fjögur ár. Brýnna væri að bjarga Landspítalanum og lækka ríkisskuldir, finnist slík auðlind. En það er önnur saga. Sjálfstæðisflokkurinn mun samþykkja hnykkinn með semingi. Þetta verður framkvæmt án marktæks klofnings hans á Alþingi.