Ótraust heimild

Punktar

Af fenginni reynslu trúi ég ekki einu orði af því, sem lögreglustjóri og aðrir talsmenn löggunnar segja. Hinu er ekki að leyna, að erfitt er að eiga við óðan byssumann. Þegar skotið er af riffli í áttina að fólki langtímum saman, verður eitthvað að gera. Skothríð þarf að stöðva. Ekki get ég tjáð mig um, hvort hægt hefði verið að komast hjá manndrápi í þessu tilviki. Hins vegar er vont, að opinberir embættismenn og talsmenn stofnana tali þannig, að þeim sé ekki trúað, þegar þeir þurfa á því að halda. Kerfið þarf að líta í eigin barm og sannfæra sína menn um, að þeir þurfi jafnan að segja satt.