Sértækar aðgerðir

Punktar

Aðgerðirnar í skuldamálum eru sértækar, en ekki almennar. Þær eru ekki verri fyrir það, en rétt skal vera rétt. Fjórðungur þjóðarinnar býr í leiguhúsnæði og fær ekkert. Fjórðungur skuldar ekki og fær því ekkert. Alls er þetta hálf þjóðin. Helmingur aðgerðanna felst svo í skattaafslætti af séreignasparnaði. Nýtist ekki þeim, sem höfðu lítið ráð á slíkum sparnaði. Nýtist bezt þeim, sem hafa mestar tekjur og hafa mesta getu til að borga húsnæðisskuldir. Þeir fá mestan afslátt Þessi þáttur aðgerðanna er því afar sértækur. Alls gagnast aðgerðirnar miklum minnihluta almennings og hljóta því að teljast sértækar.