Sigmundur Davíð er orðinn útreiknanlegur. Ræður hans eru samhengislítið rennsli milli marklausra lykilorða: Sérfræðingahópur, leiðrétting, heimilin í landinu, á heimsmælikvarða, upprisa millistéttar, stóðst álagsprófun. Svo varar hann við væntanlegum hremmingum sínum. Fyrir viku sagði hann frá fyrirhuguðum viðbrögðum stjórnarandstöðu og nú varar hann við fyrirhuguðum viðbrögðum kröfuhafa föllnu bankanna. Hann veit ókomna framtíð. Svo þegar menn tæta sundur lýðskrum hans, hrópar hann: Einelti, einelti. Auðvitað er vont að leggjast á lítilmagnann, en stundum þykist hann þó vera forsætis.