Þegar ég var smábarn, kenndi afi mér að lesa á búðaskilti. Mann enn, hversu skrítið mér fannst heitið Pfaff. Varð fluglæs fjögurra ára. Nú eru ekki afar og ömmur á heimilum. Fimm ára fór ég í skóla á Hringbraut. Þar lærðu allir að lesa. Sex ára fór ég til Kristínar á Bárugötu. Þar kunnu allir að lesa, lærðu landafræði og sagnfræði af bókum. Nú eru hámenntaðir í fimm ár að læra að kenna átta árgöngum, 5-13 ára, að lesa sér til gagns. Samkvæmt PISA bilar þetta. Hef ekki hugmynd um, hvernig á því stendur. Og enginn lærir sagnfræði eða landafræði, sem 6 ára börn lærðu fyrir 70 árum. Heimur versnandi fer.