Erfiðara að ljúga

Punktar

Lygi er orðin flókin í framkvæmd. Það, sem lýðskrumari segir í ræðustól til birtingar í sjónvarpi, er óðar komið í umræðu á vefnum. Áður en fréttin er birt er fólk farið að tína til fyrri ummæli lygarans og nudda honum upp úr þeim. Safnað hefur verið innslögum umræðuþátta og tilvitnunum frétta, sem sýna fram á lýðskrumið. Strax er bent á innihaldslaus lykilorð á borð við sérfræðingahóp, leiðréttingar, heimilin, upprisu, álagsprófun. Orð, sem eiga að strjúka um vanga trúgjarnra, en hafa enga merkingu. Trúgjarnir láta sér fátt um efa finnast, en efahyggjufólk sér að keisarinn er fatalaus.