Tapa sér í siðblindu

Punktar

Njósnaæði bandaríska NSA og brezka GCHQ hefur leitt af sér keðjuverkun, þar sem ekki sér fyrir endann. Bandaríkin missa tök sín á internetinu. Bandarísk netfyrirtæki tapa trausti og detta úr samkeppni. Allir reyna að dulkóða nógu mikið til að sjúklingarnir í NSA lokist úti. Enginn er lengur vinur ríkis, sem hagar sér eins og Bandaríkin. Nema kannski Haraldur Johannessen. Njósnir NSA valda Bandaríkjunum feiknarlegu tjóni. Í ljós er komið, að Barack Obama er ekki hótinu skárri en Bush-feðgarnir. Pólitísk yfirstétt Bandaríkjanna er á kafi í eigin fjóshaug. Svona gerist, þegar menn tapa sér í siðblindu.