Wikileaks liggur á skjölum, sem Julian Assange gortaði af í skilaboðum til Chelsea Manning í marz 2010. Þar segist hann ekki bara hafa fjóra mánuði af símtölum á vegum Alþingis. Hann segir: „Ég var að fá 800 blaðsíður af yfirheyrslugögnum og önnur 40 gígabit af gögnum varðandi einkavæðingu bankanna á Íslandi.“ Einnig segir hann: „Þetta land mun bráðna“. Þess vegna er einkennilegt, að ekkert hefur birzt úr gögnum þessum. Gott væri að vita, hvernig málið var fryst hjá Wikileaks. Og hver stjórnar, að stofnunin hlífir íslenzkum stjórnmálabófum og bankabófum fremur en öðrum við uppljóstrunum.