Jólabókin eftir ár?

Fjölmiðlun

Nokkrar spurningar vakna, ef Siggi hakkari gabbaði Julian Assange. Var Siggi með gögnin, eða var hann ekki með þau? Hafi hann ekki verið með þau, hversu lengi trúði Assange, að hann væri með þau? Hafi Siggi verið með gögnin, hvað varð þá um þau? Fóru þau til bandarísku njósnaranna, sem tóku strákinn með vestur um haf? Hver er með þessi gögn, ef þau voru og eru til? Tengjast þau tölvunni, er ofaukið var á skrifstofu Alþingis? Hvað varð um símtöl Alþingis og hvað varð um 40 gígabit af gögnum íslenzkra fjármálafyrirtækja? Sæmilegur reyfarahöfundur væri ekki í vanda með gátur af því tagi. Jólabókin eftir ár?