Stríðsyfirlýsing

Punktar

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur fyrir hönd kvótagreifa og annarra auðgreifa lýst yfir stríði á hendur almenningi. Hleður byrðum á herðar fátækra til að eiga fyrir stórgjöfunum, afslætti af auðlindarentu, afnámi auðlegðarskatts og makrílgjöfinni stóru. Fyrst ætlaði Sigmundur að rústa Landspítalanum í þágu greifanna. En nú hefur hin froðufellandi Vigdís Hauksdóttir ákveðið að rústa frekar öllu öðru. Engar aðgerðir svokallaðar „í þágu heimilanna“ gagnast almenningi, sem verður þar á ofan að sæta skerðingu vaxta- og barnabóta. Ofstopaðir siðrofsmenn hafa lýst yfir algeru stríði.