HS Orka og Orkuveitan geta ekki útvegað rafmagnið og Norðurál borgar ekki umsamið startfé. Rífast um, hvorum sé um að kenna, að álverið strandaði í Helguvík. Norðurál vill, að Landsvirkjun komi til skjalanna, þótt orkan eigi að vera á tombóluverði. Eftir Kárahnjúka hefur Landsvirkjun ekki ráð á meira rugli af því tagi. En þráhyggja Ragnheiðar Elínar Árnadóttur er illkynjuð, af ætt Stokkhólms-heilkennis. Vill álver, hvað sem tautar og raular. Þótt rafmagnið yrði að vera frítt. Leitar leiða til að lauma álveri inn í smáum skömmtum. Byrjar á línulögn Landsnet að Helguvík. Dauða álverið í gjörgæzlu.