Reyfarar og borgarkort

Punktar

Leiðist svört norræna. Fráskildir og feitir, miðaldra, illa þvegnir og illa klæddir könnuðir með athyglisbrest gagnvart eigin unglingavanda. Skástir eru þar Rebus í Edinborg og Renko í Moskvu, enda ekki norrænir. Þeir suðrænu eru betri, oft á Ítalíu. Hér er Feneyingurinn Brunetti. Getur ekki leitt hugann frá því, hvað hann muni fá í hádegismat. Sikileyski Montalbano slakar á með því að troða sig út af pasta. Heilsteyptir menn, sem sigla ósnertanlegir um úthaf spillingar. Líka Tyrkinn Ikmen, sem fetar um skuggasund og skúmaskot Istanbul. Góða reyfara þarf ég að lesa með borgarkort til hliðar í tölvunni.