Orða má sannleikann misjafnt og ná aðeins hluta hans í hverju tilviki. Segja má, að krónan hafi bjargað þjóðarbúinu frá hruni. Einnig segja, að hruninu hafi verið velt yfir á almenning með gengishruni krónunnar. Hún er í senn hluti af vanda og hluti af lausn. Á Írlandi var ekki hægt að velta kreppunni yfir á almenning, því evran lætur ekki rokka sér. Leiðir Íslendinga og Íra frá hruninu voru misjafnar, en leiddu báðar til nýs misvægis. Við sitjum uppi með misþróun launa og skulda, sem kallað er forsendubrestur. Írar sitja uppi með önnur vandamál. Einföld slagorð um krónuna leysa engan ágreining.