Flestir ráðherrar hafa staðið sig illa. Um utanríkis segir Björn Bjarnason: „Er ástæða til að velta fyrir sér, hvort meðferð mikilvægra utanríkismála sé ekki lengur á færi íslenskra stjórnmálamanna“. Gunnar Bragi sprakk á fyrsta limmi. Það gerði Kristján Þór einnig. Ýtti Landspítalanum fram af brúninni og bjó til aðalvanda stjórnvalda. Ráðherrar eiga þó að vera sjálfbærir. Það er Eygló ekki heldur. Spilar þingmann, sem segist vilja hitt og þetta, gerir sem ráðherra ekkert. Súpan lendir á hinum, svo sem jólauppbótin. Ónefnd og ónefnanleg eru stóriðjusjúk Sigurður Ingi og Ragnheiður Elín. Fimm fallistar.