Þegar ég er búinn að endurlesa þá reyfara, sem undir niðri fjalla um götur, hverfi og borgir nútímans, er freistandi að röðin komi að fortíðinni. Á því sviði hef ég fátt lesið. Langar að lesa reyfarahöfunda, sem lýsa upp götur, hverfi og borgir liðins tíma. Hef lesið Peter Tremayne um Írland fyrir 1500 árum og P.C. Doherty um Egyptaland fyrir 3500 árum. Ennfremur bækur Jason Goodwin um Istanbul síðari hluta nítjándu aldar og Jenny White um Istanbul í upphafi tuttugustu aldar. Gæti þegið ráð um fleiri góða reyfarahöfunda, sem fjallað hafa um spennandi borgir fyrri tíma. Svo sem um Róm og Feneyjar.