Loksins eru ný skjöl um íslenzka bankaglæpi komin í dagsljósið. Opnuð hefur verið heimasíða AWP, Associated Whistle-Blowing Press. Það er stofnun, sem stendur að opinberri birtingu gagna um íslenzka hrunið. Þar eru þegar komin gögn um Glitni. Þar á meðal um greiðslur bankans fyrir Bjarna Ármannsson, fyrrverandi bankastjóra. Einnig um kaup og sölu Glitnis á eigin hlutabréfum. Þar kemur í ljós, að bankinn átti 30% í sjálfum sér. Feitasti bitinn er svo lánalistinn. Þar eru veðlaus lán til vildarvina, þar á meðal 5.967.126.000 króna lán til Bjarna Benediktssonar. Þú getur skoðað þetta á heimasíðunni. Umræða er hafin á fésbók minni.