Skulda- eða hlutafjárlisti?

Punktar

Á fésbók er á einum stað haldið fram, að tölurnar á Glitnis-listanum séu ekki skuldalisti, heldur hlutfjárlisti. Þetta séu einingar en ekki þúsundkallar. Raunverulegar skuldir séu ekki nema einn tuttugasti af uppgefnum tölum. Sé svo, þá er framsetning AWP röng. Þetta skýrist vafalaust með morgninum.
Þetta segir AWP í inngangi fréttarinnar:
„Glitnir 2007-2008 loans list, featuring very low risk loans to enterprises owned by staff and a 5bi ISK loan to the current Icelandic minister of finance.“
Þarna er bæði talað um lánalista og um milljarða í krónum, ekki um hlutafjárlista og einingar. Deilt er um, hvort þetta sé rétt. Hvort þetta séu íslenzkar krónur eða hlutafjáreiningar.