Samkvæmt landslögum eiga opinberir aðilar að hafa meirihluta í fyrirtækjum orkugeirans. Eigendur HS Orku og Orkuveitunnar hafa reynt að brjóta þessi lög. Að fara á svig við lögin eins og það heitir á máli lagatækna. Það gera þau með samningi við fyrirtæki Heiðars Más Guðjónssonar. Hann eignast bara þriðjung í HS Orku, en á með sérstökum samningi að fá neitunarvald í stjórn. Fær semsagt meirihlutavald í stjórn á grundvelli þriðjungs eignaraðildar. Að þessu stendur meirihluti Bezta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ. Lögbrotin þarf að stöðva í tæka tíð.