Björn Valur Gíslason á heiðurinn af heiti ársins 2013. Það var Ár loddarans. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ögraði þjóðinni með trylltum kosningaloforðum, sem gerðu fjórðung þjóðarinnar að fífli. Í kosningabaráttunni bætti SDG um betur, gaf inn og sagðist mundu standa við hvert orð. Svo hefur ekki staðið steinn yfir steini. Allt reyndist vera taumlaus lygi. SDG er staffírugur og segist hafa sagt annað en skjalfest er. Og hann gefur ný loforð. Stór hluti af fjórðungi hans laumaðist brott, en samkvæmt könnunum standa enn eftir 15% kjósenda. Minnisstæður varði um ömurlegan pólitískan vanþroska í þúsundavís.