Rangt er gefið

Punktar

Fólk er farið að fatta, að rangt er gefið í spili lífsins. Börn eiga ekki lengur von um betra líf en foreldranna. Fólk sér vítahringinn í lánafangelsi markaðshyggju, vaxandi gjá milli auðs og fátæktar. Fyrstu viðbrögðin eru reiði og tortryggni. Tækifærissinnaður loddari hleypur upp og lofar lýðnum skuldaleiðréttingu og hvaðeina. Það tekur tíma fyrir fólk að átta sig á, að lýðskrumari leysir engan vanda. Þegar það rís upp í alvöru af yfirvegun og skynsemi, er hætt við kollsteypu. Vítahringur gliðnunar samfélagsins verður stöðvaður, hugsanlega með handafli. Frjálshyggju verður þá varpað á haugana.