Samstarf um þrælkun

Punktar

Samstarf er milli atvinnu- og verkalýðsrekenda um að halda launum niðri. Og helzt að færa aukinn hluta kökunnar til hinna ríkustu. Var hulið með því að auka aðgang að lánum, allt frá rekstrarlánum plastkorta til húsnæðislána. Skuldum vafið fólk gerir ekki byltingu, í mesta lagi búsáhaldabyltingu. Í hruninu sat fólk skyndilega uppi með 20% lægri laun. Í stað þess að ná því til baka með samtakamætti, heimtaði fólk afslátt. Og fékk afslátt, en ekki fráhvarf frá lánafjötrum yfir í stærri kökusneið. Með nýrri ríkisstjórn í fyrra var bil ríkra og fátækra aukið enn. Og eykst í nýju kjarasamningunum.