Ráðamenn okkar vissu í febrúar 2008 að hrunið var að koma. Viðvaranir fóru að berast frá sérfræðingum. Þá hófust tölvusamskipti ráðherra og fyrirmæli til ráðuneytisstjóra um að leyna ástandinu fyrir almenningi. Lykilmenn í þessu ferli voru Geir H. Haarde og Davíð Oddsson. Á sama tíma hófu innvígðir að undirbúa einkafjármálin. Bankarnir fóru að lána eignalausum fyrirtækjum eigenda sinna og gæludýranna. Ráðuneytisstjóri lenti síðar á Kvíabryggju út af innherjasvindli. Hundruðum milljarða af gervifé var skipt í gjaldeyri og komið undan til Tortola. Hrunið kom í október, eftir átta mánaða ránsferð.